top of page

Siðareglur

Það er mikilvægt að vinna eftir siðareglum og hafa skýr mörk í samvinnu og andlegu starfi á okkar vegum.

Artboard 6 copy 2_edited.png

Þeir sem veita meðferðir á Kærleiksdögum vinna samkvæmt eftirfarandi: 

  1. Meðferðaraðili skal koma fram við skjólstæðinga sína af virðingu og nærgætni, mismuna þeim ekki vegna kynþáttar, litarháttar, trúarbragða, þjóðernis, aldurs, kyns né kynhneigðar.
     

  2. Meðferðaraðili skal gæta þess að særa ekki blygðunarkennd skjólstæðings. Kynferðisleg áreitni verður ekki liðin. Komi eitthvað slíkt upp getur viðkomandi leitað til umsjónarmanns kærleiksdaga.
     

  3. Meðferðaraðilar eru persónulega ábyrgir gjörða sinna. Þeim ber að halda fullan trúnað við skjólstæðinga sína.
     

  4. Gjaldtöku vegna meðferða skal stillt í hóf.

  5. Kærleiksdagar og áfengieða önnur fíkniefni fara ekki saman.

Reiki Therapy
Amethyst
bottom of page