top of page

Um Kærleiksdaga

Samvera í íslenskri náttúru í friði og kærleika í yfir 26 ár

Kærleiksdagar stofnaðir 1997

Kærleiksdagar hófust á Narfastöðum árið 1997.  Þeir voru stofnaðir af 5 manna hóp sem rak andlega miðstöð á Akureyri sem hét Blikið. Vigdís Kristín Steinþórsdóttir var ein af stofnendum og hefur séð um Kærleiksdaga síðan 2001. Kærleiksdagar hafa oftast verið haldnir á Sólheimum, Núpi, Narfastöðum og í Skálholti en árið 2022 voru þeir haldnir í Skjaldarvík í Eyjafirði, Úthlíð í Bláskógarbyggð, Krít á Grikklandi og Laugum í Sælingsdal.

Kærleiksdagar eru yfirleitt helgardvöl þar sem boðið er uppá nærandi samveru, hugleiðslu, hópheilun, fyrirlestra og einkatíma í ýmsum  heildrænum meðferðum s.s. nuddi, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð, Bowen, heilun, miðlun og dáleiðslu.

2014 janúar 018.jpg
279784997_1025300861678816_5239162541035806756_n.jpg
IMG_5370.JPG
Artboard 6 copy 2_edited.png

Undirstaða samveru
á Kærleiksdögum er samvinna

  • Allir eru jafn mikilvægir.

  • Við hjálpumst að við uppröðun svæða.

  • Hugsum um heilsuna:

  • Borðum holt og létt, ekki kjöt.

    • ​Hvílumst og vinnum með okkur sjálf.

    • Berum virðingu fyrir okkur öllum og öllu.

  • Tölum við fólk ekki um það.

  • Hlæjum með fólki ekki að því.

  • Virðum tímasetningar

  • Sýnum þakklæti, verum lausnarmiðuð.,

  • Lágt verð, látlaus aðstaða.

bottom of page